fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Henry var bannað að velja lykilmenn Arsenal og Chelsea fyrir stórmótið í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júní 2024 19:30

Thierry Henry. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Henry þjálfari franska landsliðsins á Ólympíuleikunum í sumar fékk ekki að velja alla þá leikmenn sem hann vildi.

Þannig vildi Henry taka William Saliba varnarmann Arsenal með á mótið en enska félagið bannaði það. Saliba verður þá nýlega búinn með Evrópumótið og tímabilið hjá Arsenal að hefjast.

Chelsea bannaði Henry einnig að velja Malo Gusto og Benoit Badiashile en hann vildi taka báða með.

Chelsea ákvað hins vegar að leyfa Lesley Ugochukwu að fara á mótið sem fram fer í Frakklandi.

Henry stýrir liðinu í sumar en hann segir að hann hefði viljað fá Kylian Mbappe með á mótið en það hafi aldrei farið neitt lengra.

Henry fær hins vegar að taka Alexandre Lacazette framherja Lyon en leyfi er fyrir þremur eldri leikmönnum á mótið sem er annars fyrir U23 ára leikmenn.

Þá verða þeir Jean-Philippe Mateta og Michael Olise leikmenn Crystal Palace í hópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar