fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Áfrýja sigri Arnars í héraði og fara með málið til Landsréttar – „Kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júní 2024 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA hefur áfrýjað dómi héraðsdómstóls til Landsréttar en málið varðar Arnar Grétarsson fyrrum þjálfara liðsins sem sótti liðið til saka fyrir að hafa ekki gert upp við hann.

Arnar vann sannfærandi sigur í héraði en forráðamenn KA vilja fara með málið lengra

„Héraðsdómur féllst á kröfur Arnars og hefur KA nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í,“ segir í yfirlýsingu KA.

Rök KA virðast byggja á því að Arnar hafi ákveðið að semja við Val þegar hann var með enn með samning við KA en á þessi rök hlustaði héraðsdómari ekki. „Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti.“

KA var dæmt til að greiða Arnari fyrrum þjálfara liðsins tæpar 11 milljónir auk dráttarvaxta Arnar stefndi KA á síðasta ári vegna þess að hann taldi sig eiga inni fjármuni hjá félaginu, tengdist það því að Arnar kom liðinu í Evrópu.

Arnar var þjálfari KA sumarið 2022 þegar KA tryggði sig inn í Evrópukeppni, Arnari var hins vegar vikið úr starfi þegar lítið var eftir af mótinu. KA bygði málsvörn sína á því en ákvæði í samningi Arnars og KA varð til þess að héraðsdómarinn dæmdi Arnari sigur í málinu.

Ávæðið í samningnum: „Tryggi KA sér þátttökurétt fær þjálfari sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félag fær greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni. Þetta á eingöngu við það fjármagn sem er vegna leikjanna, en nær ekki til ferðagreiðslna eða þeirra greiðslna sem eru óháðar leikjum í Evrópukeppni.“

Yfirlýsing KA
Þann 14. maí sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Arnars Grétarssonar gegn Knattspyrnufélagi Akureyrar (KA). Málið var höfðað til innheimtu bónusgreiðslna sem Arnar taldi sig eiga rétt á úr hendi KA. Um var að ræða bónusgreiðslur sem eiga rót sína að rekja til árangurs KA í Evrópukeppni sumarið 2023 en á þeim tíma var Arnar þjálfari Vals. Ágreiningur málsins lýtur einkum að túlkun á einni grein samnings aðila hvar fjallað er um bónusgreiðslur vegna þátttöku KA í Evrópukeppni og greinir aðila á um túlkun greinarinnar.

Héraðsdómur féllst á kröfur Arnars og hefur KA nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool
433Sport
Í gær

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar
433Sport
Í gær

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti