Jose Mourinho hefur staðfest það að hann sé nálægt því að taka við tyrknenska félaginu Fernerbahce.
Mourinho hefur aldrei þjálfað í Tyrklandi á sínum ferli en hann hefur þjálfað mörg af bestu félagsliðum heims.
Nefna má Manchester United, Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Roma en Portúgalinn er atvinnulaus í dag.
,,Ég hef ákveðið það að ég vil fara þangað en það er ekki klárt. Ég get ekki staðfest það,“ sagði Mourinho.
,,Ég get staðfest að ég vilji fara. Varðandi Fenerbahce, átta leikmenn munu spila á EM. Þeir verða ekki hluti af undirbúningstímabilinu svo það verður erfitt.“
,,Ef ég fer þangað, þið vitið að ég elska áskoranir, svo ef ég ákveð það þá munum við berjast til að komast í Meistaradeildina.“