Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var gestur í nýjasta þættinum af Íþróttavikunni hér á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágútsson hafa umsjón með þættinum.
Hákon var staddur á oddaleik Vals og Grindavíkur í körfuboltanum á dögunum, þar sem fyrrnefnda liðið hafði betur. KR-ingurinn Hákon viðurkennir að hafa haldið með þeim gulklæddu í þessum leik.
Þá gaf Hákon ekki mikið fyrir stemninguna á meðal Valsara á Hlíðarenda fyrir leikinn.
„Ég veit ekki hvar stuðningsmenn Vals voru fyrir leik,“ sagði hann.
„Þeir voru inni í einhverjum sal,“ skaut Hrafnkell þá inn í áður en Hákon tók til máls á ný.
„Ég var þar. Það var allavega enginn stemning allavega. Þeir voru ekki margir stuðningsmenn Vals, en þeir unnu þetta, vel gert.“
Umræðan í heild er í spilaranum.