Það er í raun magnað hvernig Carlo Ancelotti var ráðinn stjóri Real Madrid í annað sinn árið 2021.
Ancelotti þjálfaði lið Everton frá 2019 til 2021 og var að reyna að semja við leikmenn fyrir næsta tímabil og hringdi í forseta félagsins.
Ancelotti hafði áður þjálfað Real frá 2013 til 2015 en samdi síðar við Bayern Munchen, Napoli og síðar Everton.
Eftir símtalið var ljóst að áhugi Real var til staðar og missti enska félagið því ítölsku goðsögnina til Spánar.
Eina markmið Ancelotti var að leita að leikmönnum sem voru mögulega til sölu og kom svarið því töluvert á óvart.
,,Ég hringdi til að sjá hvort ég gæti fengið leikmenn til Everton og spurði hvort þeir væru búnir að ráða þjálfara. Ég sagði að þeir þyrftu að fá þá bestu til Real,“ sagði Ancelotti.
Ítalinn bætti við í símtalinu að hann væri búinn að fyrirgefa það sem átti sér stað tímabilið 2014-2015 er hann var rekinn frá félaginu.