Thomas Gravesen, fyrrum landsliðsmaður Dana og fyrrum leikmaður Everton og Real Madrid, lifir lúxuslífi í Las Vegas um þessar mundir. Hann hefur ekki átt í erfiðleikum eftir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna árið 2009.
Fjallað er um hið nýja líf Thomasar Gravesen á vefsíðu Sun. Talið er að Gravesen sem býr nú í lokuðu hverfi fræga og ríka fólksins í Las Vegas, hafi þénað rúmar 100 milljónir punda á fjárfestingum og póker spilun. Það janfgildir rúmum 17, 5 milljörðum íslenskra króna.
Gravesen býr nú í Las Vegas með unnustu sinni, Kamilu Persse, tékkneskri fyrirsætu. Gravesen elti Kamilu til Bandaríkjanna þar sem að þau á endanum giftust og búa nú.
Samkvæmt dönskum miðlum þá gerði Gravesen sér grein fyrir því þegar að hann var leikmaður Real Madrid í kringum árið 2005, að hann þyrfti að hugsa til framtíðarinnar og um það hvað myndi taka við þegar að knattspyrnuskórnir færu á hilluna. Hann fjárfesti því hluta launa sinna í fjármálafyrirtækjum, flestar þessara fjárfestinga skiluðu sér í miklum gróða.
Gravesen spilaði lengst af með Everton á sínum knattspyrnuferli en hann hefur einnig spilað fyrir Real Madrid, Hamburg og Celtic.
Gravesen nýtur lífsins til fulls þessa dagana og ferðast reglulega um allan heim og er duglegur að láta sjá sig á pókermótum.
,,Hvað get ég sagt, ég er með hlutina á hreinu. Það er ekkert leyndarmál að ég veit meira en þið,“ sagði Gravesen á sínum tíma.