fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Gefur ungum krökkum góð ráð: Gríðarlegt undrabarn en ferillinn náði aldrei flugi – ,,Hélt ég yrði næsti Wayne Rooney“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2024 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem kannast við nafnið Matthew Briggs en hann lék um tíma með liði Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Briggs varð á sínum tíma yngsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar en hann kom inná í leik með Fulham 2007 aðeins 16 ára gamall.

Ferill Briggs náði þó aldrei flugi en hann er 33 ára gamall í dagog hefur lagt skóna á hilluna eftir stutt stopp hjá Horsham í utandeildinni.

Briggs tók þá ákvörðun á sínum tíma að fara ekki í skóla með fótboltanum og sér hann mikið eftir því í dag.

Englendingurinn bjóst við því að verða næsta stórstjarna Englands en hann náði aldrei að leika í efstu deild eftir 2014.

,,Ég sótti aldrei um í skóla því ég byrjaði svo ungur. Ég bjóst bara við því að ég yrði næsti Wayne Rooney, næsti Theo Walcott,“ sagði Briggs.

,,Ég hugsaði með mér að þetta væri komið, að ég þyrfti ekki á skólanum að halda. Ég gerði ekkert með fótboltanum. Þegar mér var sagt að ég þyrfti að hætta og það væri ekki undir mér komið, mér var brugðið.“

,,Ef ég get ekki spilað fótbolta, hvað get ég gert? Hvernig get ég haldið mér á floti? Hvernig get ég séð um fjölskylduna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hrósar KSÍ og Steina – „Gætu ekki fengið betri læriföður“

Hrósar KSÍ og Steina – „Gætu ekki fengið betri læriföður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið