fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Útskýra uppsögn Brynjars með yfirlýsingu – Árangur ekki viðunandi og samskipstaleysi sögð ástæðan

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 1. júní 2024 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur segir það hafa verið erfiða ákvörðun að reka Brynjar Björn Gunnarsson úr starfi.

Miðað við yfirlýsingu félagsins eru útskýringar Brynjars við 433.is í dag dregnar í efa. „Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

Brynjar hafði sagt við 433.is í morgun að uppsögn hans tengdist því að ungur leikmaður Grindavíkur sem á faðir sem er háttsettur í félaginu hafi ekki verið í hóp síðustu helgi og útskýrir hvað gekk á.

„Það var ekki spilatími þess drengs. Það kom upp óheppilegt atvik síðustu helgi, þar sem 19 leikmenn voru í hóp. Við erum með meiddan leikmann og taka ákvörðun hverjir spila og eru á bekk, það tekur smá tíma og orku. Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta 19 manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn af þessu hjá mér,“ sagði Brynjar.

Meira:
Brynjar Björn rekinn frá Grindavík – „Það var upphafið og endirinn af þessu hjá mér“

Yfirlýsing Grindavíkur:

Þetta ár hefur einkennst af mörgum stórum ákvörðunum hjá okkur í knattspyrnudeildinni, m.a. þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að leggja niður allt yngri flokka starf félagsins, fyrir utan 2. og 3. flokk.

Markmið og stefna félagsins eftir þann tíma hefur verið að hlúa sem best að leikmönnum sem eftir standa og fjárfesta í velgengi meistaraflokka félagsins.

Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins.

Við þökkum Brynjari Birni fyrir hans störf fyrir félagið á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við þjálfun liðsins en verið er að leita að eftirmanni hans.

Stjórn knattspyrnudeildar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“