fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Staðfestir áhuga stórliða sem allir miðlar fjölluðu um: ,,Hluti af því að ná árangri“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. júní 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert leyndarmál að mörg stórlið á Englandi hafa undanfarnar vikur horft til Kieran McKenna sem er þjálfari Ipswich.

McKenna hefur gert frábæra hluti með Ipswich og kom liðinu í efstu deild í vetur og var það annað árið í röð sem liðið fór upp um deild.

Lið eins og Chelsea og Manchester United horfðu til McKenna en hann hefur sjálfur viðurkennt að áhuginn hafi verið til staðar.

McKenna ákvað hins vegar að framlengja samning sinn við Ipswich og mun þjálfa liðið á næsta tímabili.

,,Ég vissi af þessum áhuga. Það er hluti af því að ná árangri,“ sagði McKenna.

,,Önnur lið hafa sýnt áhuga og þessi ferill er stuttur sem þjálfari. Það er rétt að íhuga hlutina en ég er svo, svo ánægður með þessa ákvörðun.“

,,Ég er stoltur af því að hafa gert nýjan samning við félagið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl