Barcelona gæti verið að fá tilboð sem félagið einfaldlega getur ekki hafnað vegna fjárhagsvandræða.
Frá þessu greinir Mundo Deportivo en lið í Sádi Arabíu eru að horfa til vængmannsins öfluga Raphinha.
Raphina hefur verið fínn með Barcelona eftir komu frá Leeds en samkvæmt miðlinum ætla lið í Sádi að gera allt til að landa leikmanninum.
Raphinha hefur áður neitað liðum þar í landi en nú á Barcelona von á tilboði upp á 100 milljónir punda sem er engin smá upphæð.
Brassinn byrjaði aðeins 17 deildarleiki á síðasta tímabili en skoraði í þeim sex mörk og lagði upp níu.
Barcelona myndi græða 45 milljónir á þessari sölu en Raphinha kostaði 55 milljónir fyrir um tveimur árum.