fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Hákon um fyrstu mánuðina á Englandi og aðdragandann: Annað stórlið reyndi að fá hann – „Þeir gáfu sér það bara að ég myndi koma“

433
Laugardaginn 1. júní 2024 07:00

Hákon Rafn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var gestur í nýjasta þættinum af Íþróttavikunni hér á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágútsson hafa umsjón með þættinum.

Hákon gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Brentford frá Elfsborg í janúar. Hann er ánægður með fyrsta hálfa árið í London.

„Fyrsta mánuðinn var ég bara að koma mér fyrir. Svo var ég bara að æfa mikið og kynnast öllu. Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög góðir. Þetta er toppaðstaða og allt í hæsta klassa,“ sagði Hákon.

Hann segir það hafa verið töluverð viðbrigði að fara frá Elfsborg í Svíþjóð og til Brentford.

„Það er bara allt. Starfsólkið í kringum liðið. Það er hugsað mikið meira um leikmenn, pælt í svo miklu fleiri hlutum. Þetta er bara nokkrum skrefum hærra.“

video
play-sharp-fill

Var þetta enn stærra en Hákon gerði ráð fyrir?

„Ég vissi ekki hverju ég átti að búast við en þetta var mjög stórt og tók alveg smá tíma að kynnast öllu og læra á hvernig þetta virkaði.“

Hákon hafði vitað í einhvern tíma að hann færi frá Brentford eftir síðustu leiktíð en eftir að Brentford kom inn í myndina í janúar gerðust hlutirnir hratt. Fleiri félög höfðu þó áhuga og þar á meðal Aston Villa.

„Það var eiginlega klárt að ég myndi fara eftir tímabil. Það kláraðist í nóvember og svo fékk ég landsleikinn á móti Portúgal, sem gekk fínt. Svo í desember byrjar þetta aðeins en janúarglugginn er líka allt öðruvísi. Það var alltaf eitthvað að fara að gerast en þetta með Brentford gerðist frekar seint. Það byrjaði mikill áhugi frá Belgíu snemma og líka eitthvað smá í Danmörku. Svo koma Villa og Brentford um miðjan janúar.“

Sem fyrr segir hafði Aston Villa líka áhuga á Hákoni og telur hann að það hefði verið skemmtilegt skref einnig. Brentford heillaði hins vegar meira.

„Já, það var alveg nálægt. Þeir gáfu sér það líka bara að ég myndi koma. Þeir voru ekki að pæla í að það væri einhver svipuð samkeppni á þeirra leveli. Það hefði alveg líka verið fínt skref.

Mér leið einhvern veginn mikið betur með það skref (Brentford). Ég talaði við Thomas Frank (stjóra liðsins) og markmannsþjálfarann. Það var líka styttra í að fá tækifæri og líklegra. Þeir gáfu mér smá plan, nokkurra ára plan, eins og þeir gerðu með Raya (markvörð Arsenal í dag) þegar hann kemur og þeir búa hann til. Honum var bara kastað úr Blackburn. Þeir gáfu mér góða mynd af því sem þeir sáu og mér leist best á það.“

Umræðan í heild er í spilaranum og einnig má hlusta á þættinn hér að neðan, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
Hide picture