fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Gerði marga reiða með þessu myndbandi: Valdi sjálfan sig í toppsætið – ,,Þú hatar hann, hatar hann þig?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. júní 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt myndband með goðsögninni Gareth Bale hefur heldur betur vakið athygli en hann er nú hættur í fótbolta.

Bale gerði garðinn frægan sem leikmaður Real Madrid og Tottenham sem og landsliðsmaður Wales.

Bale vann Meistaradeildina fimm sinnum með Real og vann lengi undir Zinedine Zidane sem þjálfaði þá liðið.

Samband Zidane og Bale var þó aldrei upp á tíu og tók hann ansi áhugaverða ákvörðun er hann var beðinn um að velja besta leikmann í sögu Meistaradeildarinnar.

Bale valdi sjálfan sig en hann valdi einnig Karim Benzema frekar en Zidane sem er einn besti miðjumaður allra tíma.

Stuðningsmenn Real hafa sett stórt spurningamerki við þessa ákvörðun Bale sem fékk þó ekki að leika með Zidane á velli.

,,Þú hatar hann, hatar hann þig?“ spyr einn og bætir annar við: ,,Þú ert svo bitur, einbeittu þér að golfinu.“

Þetta má sjá hér.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by TNT Sports (@tntsports)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“