Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var gestur í nýjasta þættinum af Íþróttavikunni hér á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágútsson hafa umsjón með þættinum.
Aron Einar Gunnarsson tilkynnti í vikunni að hann væri að yfirgefa katarska félagið Al-Arabi eftir fimm ár. Hann er mikils metinn hjá félaginu. En hvað gerir hann næst?
„Ég hef heyrt að hann gæti verið áfram þarna og farið bara í annað lið. Hann er vel metinn í þessari deild,“ sagði Hrafnkell, sem setur þó fyrirvara á þennan orðróm.
Hákon hefur spilað einn landsleik með Aroni og er mikill aðdáandi.
„Ég á einn leik með honum, á móti Sádi-Arabíu. Að hafa hann á vellinum, þetta er svo mikill munur. Það er geggjað að hafa hann og gott að hafa spilað einn leik með honum allavega.
Ég elska að hafa hann með í öllum verkefnum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.