Jose Mourinho hefur náð samkomulagi við Fenerbache um að taka við þjálfun liðsins í sumar. Sky á Ítalíu segir frá.
Mourinho var rekinn frá Roma á þessu ári og hefur síðan þá skoðað sína kosti.
Fenerbache er eitt af stórliðunum í Tyrklandi og sækir nú Mourinho sem er einn færasti þjálfari í heimi.
Mourinho hefur verið afar sigursæll á ferli sínum en hann mun gera tveggja ára samning við Fenerbache.
Mourinho hefur stýrt Porto, Chelsea, Inter, Real Madrid, Mamchester United, Tottenham og nú síðast Roma.