fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Óskar tjáir sig í fyrsta sinn eftir uppsögnina – „Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. maí 2024 20:13

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur loks tjáð sig um hvers vegna hann sagði upp störfum sem þjálfari Haugesund í Noregi. Hann er gestur í umfjöllun Stöðvar 2 Sport í kringum leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í kvöld.

Óvæntar fréttir bárust af því fyrr í þessum mánuði að Óskar hefði sagt upp störfum í gær. Óskar samdi við félagið í október í fyrra en þar áður hafði náð eftirtektarverðum árangri með Breiðablik og meðal annars komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Aðeins sex umferðir voru búnar af norsku úrvalsdeildinni og undir stjórn Óskars hafði Haugesund unnið tvo leiki og tapað fjórum.

„Stutta svarið er það að mér fannst við ekki vera að ganga í sömu átt. Mér fannst ég vera að feta annan veg en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég bara að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar, spurður út í málið á Stöð 2 Sport í kvöld.

Sagan sem flaug hátt í kringum brotthvarf Óskars frá Noregi var sú að hann og Sancheev Manoharan, aðstoðarmaður hans, næðu ekki saman. Manoharan er nú aðalþjálfari Haugesund. Óskar var spurður að því hvort hann hafi upplifað það að aðstoðarmaðurinn inni gegn honum.

„Já, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu. Menn verða bara að bera virðingu fyrir hvernig mér leið og hvaða tilfinningu ég hafði fyrir þessu verkefni á þeim tímapunkti sem ég tók þessa ákvörðun.“

Margir hafa velt því fyrir sér hvað Óskar tekur sér næst fyrir hendur. Hann er sjálfur ekki viss sem stendur.

„Hugurinn er bara alls staðar og hvergi. Það er auðvitað sérstakt að eftir tíu ár sem ég hef verið í verkefni tengdu fótbolta eða á leið í verkefni tengt fótbolta að hafa ekki neitt að gera. Ég er ekki í þeirri aðstöðu að ég ætli að fara að útiloka eitt eða neitt en auðvitað er það þannig að það er mjög gaman að þjálfa fótboltalið og frábært að starfa í fótbolta. Það er draumurinn að hafa það að atvinnu,“ sagði Óskar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“