Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks, var sérfræðingur Stöðvar 2 Sport á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deild karla í kvöld. Hann vildi sjá meiri hita í leiknum.
Mikill rígur hefur skapast milli Blika og Víkings undanfarin ár, þar sem Óskar og Arnar Gunnlaugsson hafa verið í aðalhlutverki.
Leiknum í kvöld lauk 1-1 eftir dramatískt jöfnunarmark Víkings í uppbótartíma en Óskari fannst menn full vinalegir.
„Þetta var eins og messa. Það vantaði aðeins upp á tryllinginn. Menn voru of mikið í því að faðmast eftir leik, það er kannski bara ég,“ sagði Óskar léttur í bragði.
Meira
Besta deild karla: Víkingur með dramatískt jöfnunarmark í stórleiknum