„Það er svo að myndavélin sjái ekki hvað er sagt,“ segir Kyle Walker bakvörður Manchester City um þá staðreynd að knattspyrnumenn halda nú fyrir munn sinn þegar þeir tala saman eftir leiki.
Hefur þetta aukist gríðarlega síðustu ár og ljóst að leikmenn eru að passa sig að ekki sé hægt að sjá hvað þeir segja.
Halda nú flestir fyrir munn sinn eftir leik þegar þeir spjalla við samherja eða andstæðinga.
„Þú gætir verið að blóta, þú gætir verið að grinast. Stundum hittirðu einhvern á næturlífinu vikuna á undan og það er eitthvað grín með það. Þannig er þetta.“
„Við lifum í flóknum heimi núna, fjölmiðlar hafa samband við varalesara. Hvernig ætlar þessi heimur að verða?.“
Ljóst er að þetta pirrar marga og hefur Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports verið duglegur að gagnrýna þessa hegðun leikmanna.