fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Ritstjórinn segir frá því sem hann heyrði úr Vesturbænum – „Ólga og titringur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. maí 2024 07:30

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur mikið verið í umræðunni eftir fremur dapurt gengi liðsins í Bestu deild karla það sem af er. Margir velta því fyrir sér hvort starf þjálfarans Gregg Ryder sé í hættu.

KR hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum og situr liðið í sjöunda sæti. Í kjölfarið hefur sprottið af stað umræða um Ryder og þá sérstaklega þegar ljóst varð að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu.

„Ég hef heyrt það. Ég heyrði það í dag frá miklum KR-ingi að það væri kominn ólga og titringur,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, í Innkastinu þegar talið barst að Ryder.

Baldvin Már Borgarsson var einnig í hljóðveri og telur hann ósætti aðallega vera á meðal stuðningsmanna KR.

Ég held að stuðningsmenn séu ósáttir við gengi liðsins. Ég held að Gregg sé ekki slæmur þjálfari og ef hann fær að halda áfram að móta liðið út næsta tímabil, þá gæti hann verið kominn með samkeppnishæft lið,“ sagði Baldvin.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við 433.is fyrir rúmum tveimur vikum í kjölfar þess að Óskar Hrafn sagði starfi sínu lausu hjá Haugesund í Noregi.

„Það er ekkert að gerast hjá okkur. Það er bara áfram gakk. Við erum bara að halda okkar striki,“ segir Páll þá, spurður út í stöðu Ryder.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Í gær

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Í gær

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun