Adam Lallana er á leið aftur til Southampton og ætlar að ljúka ferli sínum þar. Telegraph segir frá þessu.
Lallana er 36 ára gamall en samningur hans við Brighton er að renna út.
Lallana snýr aftur heim til Southampton eftir tíu ára ferðalag þar sem hann var hjá Liverpool og Brighton.
Lallana var mættur á leik Leeds og Southampton í gær þar sem Dýrlingarnir unnu sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Lallana mun snúa aftur og gera eins árs samning við Southampton.