fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Chelsea á barmi þess að ráða fyrrum aðstoðarmann Guardiola til starfa

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. maí 2024 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ekkert óvænt gerist mun Enzo Maresca verða næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Fabrizio Romano segir frá.

Romano segir að viðræður Maresca við Chelsea hafi farið vel um helgina, hann sé 100 prósent klár í starfið.

Maresca stýrði Leicester upp í ensku úrvalsdeildina í vor í fyrstu tilraun. Áður var hann aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City.

Aðstoðarmenn Guardiola virðast vera vinsælasta varan á markaðnum í dag en Mikel Arteta er hjá Arsenal og Maresca tekur nú við Chelsea. Þá er Vincent Kompany að taka við Bayern en hann vinnur eftir hugmyndafræði Guardiola eftir að þeir unnu saman hjá City.

Maresca hefur samið við Chelsea um kaup og kjör en nú er Chelsea að ræða við Leicester til að kaupa upp samning Maresca við félagið.

Chelsea ákvað að reka Mauricio Pochettino úr starfi í síðustu viku og nú stefnir í að arftaki hans sé klár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona