Wayne Rooney hefur verið ráðinn stjóri Plymouth Argyle en þetta staðfesti félagið í dag.
Plymouth spilar í næst efstu deild Englands en Rooney þekkir nokkuð vel að þjálfa í þeirri deild.
Hann hefur áður starfað hjá Derby og Birmingham en var látinn fara frá því síðarnefnda í vetur.
Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en hann lék einnig í Bandaríkjunum.