fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Segir að þetta sé eini möguleiki United gegn City í dag

433
Laugardaginn 25. maí 2024 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Már Helgason, sparkspekingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Í dag mætast Manchester-liðin United og City í úrslitaleik enska bikarsins. United hafnaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og getur á einhvern hátt bjargað sinni leiktíð. Bláliðar voru hins vegar að vinn sinn fjórða Englandsmeistaratitil í röð og geta varið enska bikarmeistaratitilinn í dag.

„Menn eiga það til að gíra sig upp í svona leiki en að sama skapi er ég með þetta 75/25 fyrir City. Pep er ekkert mikið fyrir að tapa úrslitaleikjum þó hann hafi vissulega gert það,“ sagði Jóhann um leikinn.

„Svo er það framtíð Ten Hag, hvernig fer það allt saman í mannskapinn?“ bætti hann við en sæti Hollendingsins er heitt.

Hrafnkell tók til máls.

„Ég er á því að United verði að komast yfir, annars er þetta ekki möguleiki. Ef City kemst í 1-0 og nær stjórn á leiknum er þetta búið.“

Umræðan um þetta er í heild í spilaranum hér ofar.

HB_ITR320_NET.mp4
play-sharp-fill

HB_ITR320_NET.mp4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
Hide picture