fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Hjóla í Hareide fyrir þetta – „Er bara upp í rúmi heima hjá sér í ömurlegum gæðum á Zoom eins og það sé Covid“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2024 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur vakið nokkra athygli að Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands heldur nánast enga blaðamannafundi á Íslandi. Hann dvelur frekar í Noregi þar sem hann býr frekar en að koma til landsins og ræða málin.

Hareide hefur undanfarið tekið fundina sína í gegnum Zoom, eitthvað sem hefur ekki tíðkast áður hjá KSÍ þrátt fyrir að nokkrir erlendir þjálfarar hafi verið með liðið síðustu ár.

„Sagði Age Hareide eitthvað skemmtilegt upp í rúmi heima hjá sér?,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport í Þungavigtinni í dag.

Kristján Óli Sigurðsson telur þetta ekki góða þróun. „Þetta er meiri aumingjaskapurinn, Hamren og Laberback báru virðingu fyrir þessu starfi. Þeir voru ekki bara að telja norskar krónur sem þeir fá millifærðar inn á reikninginn sinn.“

Íslenska liðið er á leið í leiki við England og Holland og telur Mikael Nikulásson að þetta eigi ekki að vera í boði. „Lagerback náði líka árangri og Hamren gerði fína hluti. Þetta er bara ekki boðlegt, Englandi og Hollandi langaði að spila við Ísland til að reyna að fá sjálfstraust. Við fáum þessa leiki og Hareide er bara upp í rúmi heima hjá sér í ömurlegum gæðum á Zoom eins og það sé Covid, þetta er bara glatað. Það er ekki eins og hann hafi náð frábærum árangri með þetta landslið.“

Kristján Óli segir að þarna hafi verið kjörið tækifæri til að kynna nýjan aðstoðarþjálfara. „Davíð Snorri að taka við og takið þennan fund saman,“ sagði Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið
433Sport
Í gær

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina