Hansi Flick hefur náð samkomulagi við Barcelona um að taka við þjálfun liðsins í sumar. Fjöldi miðla á Spáni og Þýskalandi segir frá.
Búist er við því að Barcelona láti Xavi fara eftir síðasta deildarleik tímabilsins um komandi helgi.
Xavi hafði ætlað að hætta en Joan Laporta forseti Barcelona sannfærði hann um að halda áfram. Síðan hefur kastast i kekki á milli þeirra og samstarfið virðist á enda.
Spænskir miðlar segja allt klappað og klárt, Flick taki við Barcelona í sumar en hann var áður með Bayern og þýska landsliðið.
Flick hefur verið orðaður við hin ýmsu störf í sumar en hefur aðeins viljað einbeita sér að Barcelona og virðist nú ætla að landa því starfi.