fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Newcastle komið langt með að landa tveimur varnarmönnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 15:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eddie Howe, stjóri Newcastle, vill fá tvo miðverði í sumar en um er að ræða þá Lloyd Kelly og Tosin Adarabioyo.

Hinn 25 ára gamli Kelly er að verða samingslaus hjá Bournemouth og kemur því á frjálsri sölu til Newcastle. Allar líkur eru á að skiptin gangi í gegn.

Þá ganga viðræður við hinn 26 ára gamla Adarabioyo vel. Hann hefur heillað með Fulham og er, líkt og Kelly, að verða samningslaus.

Newcastle hafnaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni og fer í Sambandsdeildina ef Manchester City vinnur nágranna sína í United í úrslitaleik enska bikarsins á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
433Sport
Í gær

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu
433Sport
Í gær

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“