fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Kristján og Mikael tókust á um mjög umdeilt val

433
Miðvikudaginn 22. maí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það flugu skot á milli þegar sparkspekingurinn, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson þjálfari KFA tókust á í Þungavigtinni í gær.

Lætin byrjuðu þegar Kristján valdi lið umferðarinnar í Bestu deildinni en hann valdi Anton Ara Einarsson markvörð Breiðabliks í markið.

Mikael var á því að þarna hefði átt að vera Árni Marinó Einarsson markvörður ÍA sem varði frábærlega undir lok leiksins í 1-1 jafntefli gegn Fram.

„Í búrinu er Anton Ari, fékk á sig mark úr víti en var mjög öruggur í öllum aðgerðum,“ sagði Kristján í Þungavigtinni en Mikael sakaði hann um velja alltaf of marga Blika.

„Það er aldrei undir 3-4 Blikum í liðinu, hann er með markvörðinn úr Blikum sem varði eitt skot fyrir utan teig. Af hverju ertu ekki með markvörðinn úr ÍA sem bjargaði stigi í restina?.“

Kristján stóð fastur á sínu. „Ég tók besta markvörðinn úr þessari umferð,“ sagði Kristján.

Mikael hélt áfram að bauna á Kristján fyrir að velja marga Blika í liðið. „Þú ert svo æðislegur, borgar Jason Daði sér fyrir að vera í liðinu? Ég er að spá í því.“

Kristján þvertók fyrir það og baunaði á Mikael. „Ég er ekkert með Blika í hverri umferð, þetta var stærsti leikurinn í þessari umferð. Þú mátt taka þessar blammeringar og troða þeim upp í loðna, gríska jógurt rassgatið þitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur