fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Fjögur stór nöfn óttast það að vera ekki í hópi Southgate sem kynntur verður í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 08:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talið að fjögur stór nöfn bíði nú og krossi fingur um að vera í enska landsliðshópnum hans Gareth Southgate fyrir EM í sumar.

Southgate mun kynna hóp sinn síðar í dag en sá hópur mætir fyrst Íslandi og Bosníu í undirbúningsleikjum fyrir EM í Þýskalandi.

Daily Mail segir að þeir Jack Grealish, Marcus Rashford, Raheem Sterling og Kalvin Phillips óttist það allir að missa sæti sitt í landsliðinu fyrir komandi stórmót, en þeir hafa verið hluti af liðinu undanfarin ár.

Grealish átti ekki sitt besta tímabil hjá Manchester City og það sama má segja um liðsfélaga hans þar, Phillips, sem átti vægast sagt skelfilegt tímabil. Miðjumaðurinn var lánaður til West Ham eftir áramót og ekkert gekk upp.

Rashford olli þá vonbrigðum hjá Manchester United eftir flott tímabil í fyrra.

Sterling átti ágætis tímabil og skoraði tíu mörk og lagði upp átta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona