fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Breiðablik vann nágranna sína og tylltu sér í annað sætið – Valur vann góðan sigur án Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 21:10

Jónatan Ingi er að eiga gott tímabil. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann granaslaginn gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik vann 2-1 sigur og eru Blikar komnir upp í annað sæti deildarinnar.

Öll mörkin í Kópavoginum komu í fyrri hálfleik en fjöldinn allur af færum leit dagsins ljós í þeim síðari án þess að liðunum tækist að skora.

Á sama tíma vann Valur góðan sigur án Gylfa Þórs Sigurðssonar sem er meiddur. Liðið vann 2-1 sigur á HK þar Jónatan Ingi Jónsson skoraði bæði mörkin.

Arnþór Ari Atlason skoraði eitt ótrúlegasta mark sumarsins en Frederik Schram markvörður Vals hreinsaði boltann beint á Arnþór sem skoraði með skalla af löngu færi.

Fram og ÍA gerðu svo 1-1 jafntefli þar sem markavélararnar Guðmundur Magnússon og Viktor Jónsson skoruðu.

Breiðablik 2 – 1 Stjarnan:
1-0 Patrik Johannesen
2-0 Jason Daði Svanþórsson
2-1 Emil Atlason (Víti)

Fram 1 – 1 ÍA
1-0 Guðmundur Magnússon
1-1 Viktor Jónsson

HK 1 – 2 Valur:
0-1 Jónatan Ingi Jónsson
1-1 Arnþór Ari Atlason
1-2 Jónatan Ingi Jónsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Í gær

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er