Napoli er búið að setja sig í samband við Manchester United vegna sóknarmannsins Mason Greenwood.
Greenwood verður eftirsóttur í sumar en hann virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Old Trafford.
Um er að ræða 22 ára gamlan sóknarmann sem lék með Getafe í vetur en hann skrifaði undir eins árs lánssamning.
Samkvæmt Athletic þá hefur Napoli mikinn áhuga á að semja við Greenwood og er jafnvel tilbúið að kaupa Englendinginn.
Getafe vill halda Greenwood en aðeins á lánssamningi en félagið hefur einfaldlega ekki efni á að kaupa leikmanninn endanlega.