fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Auddi segist reglulega fá bágt fyrir þessa skoðun sína – „Það er ekki af því hann er sköllóttur eins og menn vilja meina“

433
Mánudaginn 20. maí 2024 07:00

© 365 ehf / Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþátturinn Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum en gestur þeirra að þessu sinni var enginn annar en Auðunn Blöndal.

video
play-sharp-fill

Auddi, eins og hann er gjarnan kallaður, heldur með Manchester United í enska boltanum en tímabil í ár hefur vægast sagt verið slakt. Liðið getur bjargað tímabilinu að einhverju leyti í úrslitaleik enska bikarsins gegn Manchester City um næstu helgi.

„Þetta er viðbjóður, það er orðið. Það er í fyrsta sinn á þessu tímabili sem ég hef horfi á United og mér líður bara eins og þeir séu að fara að tapa. Það eru svo margir leikmenn þar sem bjartsýnin er gjörsamlega farin. Þetta er viðbjóðslegt tímabil og sem betur fer er það að verða búið,“ sagði Auddi í þættinum.

Nú er Sir Jim Ratcliffe tekinn við stjórnartaumunum í knattspyrnuhlið rekstursins á United og er þegar farinn að taka til. Audda líst vel á það.

„Það er loksins hægt að vera bjartsýnn sem United maður því það er verið að hreinsa til þarna uppi. Það eru komnir menn sem vita hvað þeir eru að gera, ekki bara auglýsa einhverjar núðlur milli leikja. Vonandi sjáum við á næstunni breytingu á United í heild sinni, æfingasvæðinu og öllu.“

Þó Auddi vilji tiltekt hjá félaginu vill hann halda stjóranum Erik ten Hag. Fær hann gjarnan bágt fyrir þessa skoðun sína þegar hann ræðir við félaga á spjallgrúppum.

„Það er mikið gert grín að mér, ég er sá eini sem vill halda Ten Hag. Það er ekki af því hann er sköllóttur eins og menn vilja meina þarna á spjallinu,“ sagði Auddi og hló.

Auddi er tryggur að eðlisfari og vildi líka halda Ralf Rangnick sem stjóra á sínum tíma.

„Bayern vildi Rangnick og hann er að gera frábæra hluti með Austurríki. Hvenær ætla menn að átta sig á því að þetta er ekki þjálfarinn sem er að rústa öllu hjá United?“

Auddi segir að það sé ýmislegt sem megi hrósa Ten Hag fyrir.

„Það er eitt sem er aldrei minnst á með Ten Hag. Það er hann sem gefur Garnacho og Kobbie Mainoo sénsinn. Hann er að láta unga leikmenn spila og þeir dýrka hann. Það þarf að halda Bruno og ungu leikmönnum og halda Ten Hag.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir
Hide picture