fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“

433
Laugardaginn 18. maí 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþátturinn Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum en gestur þeirra að þessu sinni var enginn annar en Auðunn Blöndal.

video
play-sharp-fill

Lokaumferð ensku úrvaldseildarinnar er framundan þar sem enn er spenna milli Manchester City og Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. Auddi á slæma minningu frá baráttu við City í lokaumferðinni en hans menn í Manchester United misstu af titlinum 2012 á lokaandartökunum þegar City sneri leik sínum við QPR í sigur.

„Þegar Aguero skorar fyrir City, það er með verri dögum á ævi minni. Þetta var þannig að það var eitthvað afmæli kvöldið áður. Við vorum að horfa á þetta á Úrillu Górillunni og þetta var eitthvað svo vonlaust því þetta var QPR og City á heimavelli,“ sagði Auddi.

Svo lenti City undir og United kláraði sitt gegn Sunderland. Vonin var heldur betur til staðar.

„Svo fær maður sér afréttara, er kominn í tvo og svo þegar þetta er orðinn séns fer bjórinn svo hratt niður hjá mér að það er eins og ég sé að drekka vatn eftir maraþon. Mig minnir að við höfum jinxað þessu þannig að það hafi verið búið að panta út að borða og eitthvað kjaftæði.“

Draumurinn varð hins vegar að martröð.

„Svo þegar þeir skora þessi tvö mörk og snúa þessu við labba ég út, ég bjó einn og fór heim til mín. Ég nennti ekki að horfa á sjónvarpið, nennti ekki að fara á netið. Ég nennti ekki að gera neitt og það var farið að renna af mér. Þetta var viðbjóðslegur dagur. Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent,“ sagði Auddi að endingu um málið.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

City gengur burt frá samningaborðinu

City gengur burt frá samningaborðinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír í hættu vegna komu Alonso

Þrír í hættu vegna komu Alonso
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
Hide picture