fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Vörnin hjá KR míglekur og Ryder þarf að finna lausn í hvelli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. maí 2024 09:15

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gregg Ryder fór af stað með látum í starfi hjá KR, hann vann tvo fyrstu leikinna í Bestu deildinni og vann sannfærandi sigur á neðrideildarliði KÁ í 32 liða úrslitum bikarsins.

Síðan þá hefur hallað hratt undan fæti, liðið hefur náð í eitt stig í fjórum deildarleikjum í röð. Liðið hefur tapað þremur af þeim og öll töpin hafa komið á heimavelli gegn Fram, Breiðablik og HK.

Rauði þráðurinn í vandamáli KR virðist vera varnarleikurinn en liðið hefur fengið á sig 18 mörk í átta keppnisleikjum í sumar. KÁ sem leikur í fimmtu neðstu deild skoraði tvö á KR liðið.

KR hefur fengið á sig ellefu mörk í sex deildarleikjum og sjö mörk á sig í tveimur bikarleikjum. Liðið tapaði gegn Stjörnunni í bikarnum í gær þar sem liðið fékk á sig fimm mörk.

KR hefur í sumar fengið á sig 2,37 mörk að meðaltali í leik.

Guy Smit hefur átt í vandræðum í marki liðsins og þá hafa varnarmenn liðsins setið undir gagnrýni. Ljóst er að Ryder þarf að leysa þessi vandamál sem fyrst fyrir KR-inga en eftir jákvæða umræða í kringum hann og liðið í upphafi móts er farið að bera á neikvæðni úr hópi KR-inga.

Mörk á sig:
Í deild – 11
Í bikar – 7

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Í gær

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“