Thomas Tuchel þjálfari Bayern vonast eftir tilboði frá Manchester United á næstu dögum. Telegraph heldur þessu fram.
Bayern er að reyna að sannfæra Tuchel um að hætta við að hætta eftir að félagið hreinlega rak hann fyrr á þessu tímabili.
Tuchel er að skoða það að vera áfram en er með kröfur á Bayern en United hefur sýnt áhuga og Tuchel er sagður vonast eftir tilboði.
Ensk blöð segja að United sé hins vegar byrjað að spjalla við Kieran McKenna þjálfara Ipwswich og fyrrum starfsmann United.
McKenna var aðstoðarmaður Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær en hann hefur komið Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum.