Greint var frá því í gær að Jóhannes Karl Guðjónsson hefði sagt upp störfum sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann tekur við AB í Danmörku.
Jóhannes Karl var annar aðstoðarþjálfarinn í röð hjá landsliðinu sem á son í landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson hefur átt fast sæti í hópnum undanfarin ár.
Forvera Jóa var sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen en Andri Lucas og Sveinn Guðjohnsen voru báðir leikmenn í landsliðinu þegar hann var þjálfari.
Komið hefur fram að Age Hareide vill fá íslenskan aðstoðarmann og ef KSÍ vill halda í hefðina eru margir feður leikmanna með reynslu úr þjálfun.
Hér eru kostirnir ef KSÍ vill halda í hefðina miðað við síðasta landsliðshóp.
Guðmundur Benediktsson
Hefur reynslu sem þjálfari og aðstoðarþjálfari, faðir Alberts Guðmundssonar gæti verið kostur sem KSÍ gæti skoðað.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Ekk beint týpan í aðstoðarþjálfara en ef KSÍ vill halda í hefðina gæti hann verið kostur, Óskar er faðir Orra Steins Óskarssonar.
Willum Þór Willumsson
Heilbrigðisráðherra hefur gríðarlega reynslu úr þjálfun, alnafni sonar síns sem er lykilmaður í landsliðinu.
Gunnar Sigurðsson
Fyrrum markvörður ÍBV, FH og fleiri liða er markmannsþjálfari Fjölnis í dag og hefur verið í mörg ár. Gæti verið kostur en Patrik Sigurður Gunnarsson er sonur hans.
Þorsteinn Halldórsson
Kvennalandsliðið og karlalandsliðið spila ekki á sama tíma, gæti KSÍ slegið tvær flugur í einu höggi og fengið Steina inn? Jón Dagur Þorsteinsson er sonur hans.
Hlynur Svan Eiríksson
Hlynur hefur mikla reynslu úr yngri flokkum en hefur einnig starfað í meistaraflokkum hér á landi, Kristian Nökkvi Hlynsson er sonur hans.
Eiður Smári Guðjohnsen
Er endurkoma í kortunum? Eiður var aðstoðarþjálfari landsliðsins áður en Jói Kalli tók við en synir hans hafa verið í landsliðinu undanfarin ár.