Erik ten Hag, stjóri Manchester United, minnti á mikilvægi Bruno Fernandes, fyrirliða liðsins, á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður út í framtíð Portúgalans sem hefur verið orðaður annað.
Fernandes hefur verið hjá Untied síðan í janúar 2020 og verið hvað besti leikmaður liðsins síðan.
Nú eru hins vegar fréttir á kreiki um að kappinn vilji fara annað í sumar.
„Eins og ég sagði í síðustu viku er hann mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Öll árin sín hérna hefur hann verið mjög mikilvægur. Hann býr til flest færin í deildinni og er með svo mörg mörk og stoðsendingar,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag.
Samningur Fernandes rennur út 2026 en möguleiki er á árs framlengingu.