Svo gæti farið að bikarúrslitaleikurinn gegn Manchester City þann 25. maí verði síðasti leikur Bruno Ferndanes í treyju Manchester United.
Breska götublaðið The Sun heldur því fram að Fernandes skoði það að fara annað í sumar. Hann vill fara í aðra deild og flytja til lands þar sem er betra veður, eftir því sem fram kemur.
Fernandes hefur verið hvað besti leikmaður United undanfarin ár en hann gekk í raðir félagsins í janúar 2020. Þá var hann gerður að fyrirliða fyrir yfirstandandi leiktíð, þar sem Rauðu djöflarnir hafa valdið gífurlegum vonbrigðum.
Ljóst er að mikill áhugi verður á Fernandes ef hann ákveður að fara í sumar, ekki síst frá Sádi-Arabíu.
Samningur hins 29 ára gamla Portúgala rennur út 2026, en möguleiki er á framlengingu um eitt ár.