Manchester United er með fimm varnarmenn á lista í sumar þegar félagið mun fara út á markaðinn og reyna að ná sér í hafsent.
Félagið staðfest fyrr í dag að Raphael Varane fari frítt frá félaginu í sumar þegar samningur hans er á enda.
Ensk blöð telja að fimm aðilar séu á blaði United í sumar til að fylla hans skarð en efstur á blaði ku vera Jarrad Branthwaite varnarmaður Everton.
Jean-Clair Todibo hjá Nice og Gleison Bremer hjá Juventus eru einnig nefndir til sögunnar.
Marc Guehi varnarmaður Crystal Palace er einnig nefndur og Edmond Tapsoba hjá Leverkusen eru einnig nefndir sem mögulegir kostir.
Fimm sem eru á lista:
Jarrad Branthwaite
Jean-Clair Todibo
Gleison Bremer
Marc Guehi
Edmond Tapsoba