fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Valur telur rembing varðandi Ryder í Vesturbæ hreinlega trufla – „Bauð öllum í bjór“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. maí 2024 18:30

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Gunnarsson, fyrrum markvörður Leiknis telur að KR hafi verið í of miklum rembingi til að reyna að sannfæra fólk um að Gregg Ryder sé rétti maðurinn til að stýra liðinu.

Ryder er á sínu fyrsta tímabili með KR og byrjaði vel, liðið vann tvo fyrstu leiki tímabilsins en hefur svo ekki unnið í síðustu fjórum umferðum.

Rætt hefur verið og ritað um Ryder síðustu daga eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði upp í Noregi, hann er þó ekki að taka við. „Hann var spurður út í Óskar Hrafn, hann sagðist hafa tekið við liðinu og að mesta pressan væri hjá KR. Sagðist þurfa að gera betur,“ sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu á Fótbolta.net.

Valur tók þá til máls í þættinum. „Það sem hefur stuðað mig við KR og Ryder, mér finnst þetta fyndið. Þeir eru svo mikið að geðjast áhorfendum, fyrst þegar hann var ráðinn þá bauð honum öllum í bjór,“ sagði Valur.

Hann segir dæmi úr leiknum þar sem maður var mættur inn í boðvang KR að taka upp. „Það kemur innkast í fyrri hálfleik, þá er social media gæi í boðvanginum hjá KR. Eigum við ekki bara að einbeita okkur að boltanum, mér finnst þessi Ryder tími hjá KR varðandi þetta. Mér finnst þeir einbeita sér of mikið af hlutum út á við.“

Valur segir þó að það sé frábært að mæta á KR-völl í dag, þar sé mikið gert til að hafa góða umgjörð. „Ég er líka mjög ánægður með KR, það er gaman að fara á völlinn. Þú labbar í gegn og færð Bæjarins Bestu, svo eru sölubásar upp í stúku. Getur keypt bjór og eitthvað að drekka, það er rosaleg bæting. Ef þið vinnið ekki leiki, þá er það til lítils.“

„Á meðan þið eruð ekki að vinna, þá er þetta kjánalegt. Þessi Ryder tími, er svona eins og þeir séu að hugsa hvort stuðningsmenn séu sáttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Í gær

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?