fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Var brugðið yfir tíðindunum af Óskari en veltir fyrir sér næstu skrefum – „Það hefur greinilega verið ósætti í einhvern tíma“

433
Laugardaginn 11. maí 2024 07:00

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

video
play-sharp-fill

Það kom flestum í opna skjöldu þegar fréttir bárust af því að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði sagt upp störfum sem þjálfari Haugesund í Noregi. Þetta var auðvitað tekið fyrir í þættinum.

„Þetta var bara sjokkerandi, ég bjóst bara alls ekki við þessu. Ég hélt að hann yrði lengi þarna og að þetta tæki tíma,“ sagði Hrafnkell.

Samkvæmt TV2 vildi Óskar taka með sér sinn eigin aðstoðarmann þegar hann tók við á sínum tíma en fékk það ekki í gegn. Sancheev Manoharan var því honum til aðstoðar. Greinandi var þá Paul André Farstad og markmannsþjálfari Kamil Rylka.

Á Óskar að hafa verið mjög ósammála hinum þjálfurunum er kom að fótboltanum sem Haugesund átti að spila.

„Ég held að þetta hafi ekkert endilega þurft að vera einhver Íslendingur. Ég held að Óskar sé það djúpur að þetta hafi þess vegna getað verið einhver í Noregi sem hann var búinn að finna og vildi fá með sér,“ sagði Hrafnkell.

„Það hefur greinilega verið ósætti í einhvern tíma en það sem mér finnst skrýtið er að það hafi ekki verið hægt að grípa inn í þetta á undirbúningstímabilinu.“

Nú er spurning hvað Óskar gerir næst en því var velt upp hvort hann gæti komið til Íslands.

„Ég held að rétta skrefið væri Valur eða KR. Ég held hann sé ekki að fara aftur í Breiðablik og hann er aldrei að fara í Víking.“

Helgi tók til máls og telur að KR-ingum þyki sennilega freistandi að fá Óskar heim.

„Eftir þetta eru menn í Vesturbænum kannski til í að sjá ástæðu fljótlega til að láta hann fara og fá Óskar inn.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja Greenwood í sumar

Gætu neyðst til að selja Greenwood í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír leikmenn óvænt mættir á æfingu hjá United í dag eftir meiðsli

Þrír leikmenn óvænt mættir á æfingu hjá United í dag eftir meiðsli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Getur ekki mætt á morgun eftir að systir hans lést – „Hún hafði barist í 20 ár“

Getur ekki mætt á morgun eftir að systir hans lést – „Hún hafði barist í 20 ár“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Héldu „jarðarför“ Jose Mourinho í Istanbúl í gærkvöldi

Héldu „jarðarför“ Jose Mourinho í Istanbúl í gærkvöldi
Hide picture