fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Fjögur félög í Bestu deildinni sem gætu reynt að ráða Óskar Hrafn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. maí 2024 17:00

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom öllum í opna skjöldu þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði upp störfum hjá Haugesund í morgun eftir stutt stopp.

Óskar tók formlega við Haugesund í upphafi árs en hann stýrði liðinu í sex deildarleikjum og sótti sex stig.

Óskar gerði vel með Breiðablik áður en hann fór út en Óskar var efstur á óskalista KR síðasta haust og er núna orðaður við starfið á nýjan leik.

KR:
Maðurinn sem Páll Kristjánsson og hans stjórn vildu ráða til að byrja með en leitin endalausa endaði á Gregg Ryder. Vilji Óskar koma heim til KR mun félagið líklega láta Ryder fara.

Valur:
Valsmenn eru kröfuharðir og ef liðið er ekki að berjast um titilinn hitnar undir þjálfaranum. Óskar gæti fyllt í skarð Arnars Grétarssonar ef Valsmenn vilja breytingar.

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Breiðablik:
Endurkoma er ólíkleg þar sem sambandið súrnaði undir það síðasta en stuðningsmenn Breiðabliks elska Óskar Hrafn. Takist Halldór Árnasyni ekki að koma Blikum á flug gæti sögurnar farið af stað.

KA:
Á Akureyri hafa menn mikinn metnað fyrir því að ná árangri og Hallgrímur Jónasson hefur farið illa af stað á þessu tímabili. KA gæti reynt að sannfæra Óskar um að koma Norður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nóg að gera hjá Börsungum – Stuðningsmenn fá góðar fréttir

Nóg að gera hjá Börsungum – Stuðningsmenn fá góðar fréttir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði
433Sport
Í gær

Þrír leikmenn óvænt mættir á æfingu hjá United í dag eftir meiðsli

Þrír leikmenn óvænt mættir á æfingu hjá United í dag eftir meiðsli
433Sport
Í gær

Góðar og slæmar fréttir fyrir stuðningsmenn United í aðdraganda leiksins mikilvæga

Góðar og slæmar fréttir fyrir stuðningsmenn United í aðdraganda leiksins mikilvæga