Kylian Mbappe, stórstjarna Paris Saint-Germain, ætti að hafna stórliði Real Madrid í sumar og semja frekar í Sádi Arabíu.
Þetta eru ummæli sem koma mörgum á óvart en það var franska goðsögnin Marcel Desailly sem lét þau flakka.
Allar líkur eru á að Mbappe endi í Madríd í sumar en hann verður samningslaus hjá PSG eftir að tímabilinu lýkur.
Desailly er þó á því máli að Það henti ekki endilega frönsku stórstjörnunni að skrifa undir í öðru Evrópulandi þessa stundina.
,,Ég mæli með annarri heimsálfu, ég er ekki viss um að Madríd sé fullkominn staður fyrir hann,“ sagði Desailly.
,,Þeir eru með Vinicius Junior á vinstri kantinum og svo eru hæfileikaríkir strákar þarna eins og Jude Bellingham.“
,,Hann verður ekki sjálfskipaður leiðtogi þarna, það er það sem hann vill. Ég tel að hann geti yfirgefið evrópskan fótbolta í eitt ár og samið í Sádi Arabíu.“