fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Stjórar sem United skoðar hafa áhyggjur af reiðum gömlum leikmönnum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 11:00

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Telegraph er það farið að verða áhyggjuefni fyrir þá sem Manchester United skoðar að ráða sem næsta stjóra félagsins hvernig fyrrum leikmenn félagsins haga sér.

Margir fyrrum leikmenn United starfa í sjónvarpi í dag en má þar nefna Roy Keane, Gary Neville, Rio Ferdinand og Paul Scholes.

Fara þeir oftar en ekki ófögrum orðum um sitt gamla félag og segir Telegraph að slíkt tal hjálpi félaginu ekki í að skoða nýjan stjóra.

Thomas Tuchel, Zinedine Zidane og Gareth Southgate eru allir orðaðir við United þessa dagana eftir slakt gengi liðsins undir stjórn Erik ten Hag.

Telegraph segir að þetta sé eitthvað sem hugsanlegir kostir United ræði við sitt fólk, hvernig fyrrum leikmenn félagsins tali.

United mun taka ákvörðun um framtíð Ten Hag í lok mánaðar en 4-0 tap gegn Crystal Palace á mánudag hefur búið til óbærilega pressu á hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld
433Sport
Í gær

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“
433Sport
Í gær

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til