fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433

Meistaradeild Evrópu: Ótrúleg endurkoma Real Madrid á lokamínútunum

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 21:01

Joselu fagnar gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Bayern Munchen í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Spænska liðið var líklegra fram á við í dag en leikplan Bayern var gott og Manuel Neuer varði vel í markinu.

Það fór svo að Alphonso Davies kom Bayern yfir með glæsilegu marki á 68. mínútu.

Real Madrid leitaði að jöfnunarmarki og fann það á 88. mínútu. Þá var Joselu réttur maður á réttum stað og kom boltanum í netið. Staðan 1-1.

Mikill meðbyr var með heimamönnum í kjölfarið og Joselu skoraði sigurmarkið skömmu síðar. Ótrúleg dramatík.

Real Madrid vann leikinn 2-1 og einvígið 4-3. Liðið er því komið í úrslitaleikinn á Wembley þann 1. júní.

Þar verður andstæðingurinn Borussia Dortmund en liðið vann PSG í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki