Framherjinn Jo frá Brasilíu var handtekinn í heimalandi sínu á mánudag þegar hann var á leið í leik með liði sínu þar. Hann skuldaði fyrrverandi konu sinni meðlag.
Jo er 37 ára gamall en hann lék meðal annars með Manchester City og Everton á ferli sínum.
Framherjinn leikur í dag með Amazonas FC í neðri deildum í Brasilíu en lögreglan mætti í rútu liðsins.
Liðið var á leið í ferðalag í útileik þegar Jo var handtekinn og færður í fangaklefa þar sem hann dvaldi yfir nótt.
Hann skuldar fyrrum eiginkonu sinni meðlag en samkvæmt fréttum hefur hann gert upp þá hluti núna og er laus úr haldi.
Jo náði aldrei takti á Englandi en hann átti góðan feril sem nú er brátt á enda.