Manchester United tapaði sínum átjánda leik á tímabilinu í gær gegn Crystal Palace, um var að ræða 13 tapið í ensku deildinni í 35 leikjum.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United óttast líklega um starfið sitt eftir 4-0 tap liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær.
United var án margra lykilmanna en þeir sem mættu til leiks virtust hafa lítinn áhuga á því að standa sig.
Michael Olise sem Manchester United hefur áhuga á að kaupa í sumar var frábær og skoraði tvö góð mörk.
Tyrick Mitchell og Jean-Philippe Mateta skoruðu báðir eitt markið hvor.
Manchester United's 13 losses in the Premier League this season is their most in a league campaign since 1989/90 (16), while their 18 defeats in all competitions this term is their most since 1977/78 (19). #MUFC
— MUFC Scoop (@MUFCScoop) May 6, 2024