Thiago Silva gengur til liðs við Fluminense í heimalandinu í sumar er hann yfirgefur Chelsea.
Samningur Silva er að renna út. Hann hefur verið hjá Chelsea síðan 2020 og vann han Meistaradeildina á sinni fyrstu leiktíð.
Nú fer hann hins vegar aftur heim en hann var hjá Fluminense ungur að árum.
Silva á að baki glæstan feril fyrir lið eins og PSG og AC Milan, auk þess sem hann á yfir 100 A-landsleiki að baki fyrir hönd Brasilíu.
Home again, @tsilva3! #TheMonsterIsBack #OMonstroVoltou pic.twitter.com/tGD5b5RwYe
— Fluminense F.C. (@FluminenseFC) May 7, 2024