Angel Torres forseti Getafe hefur staðfest að Manchester United sé tilbúið að selja Mason Greenwood fyrir rétta upphæð í sumar.
Greenwood hefur svo sannarlega sannað ágæti sitt á láni hjá Getafe eftir átján erfiða mánuði.
Greenwood var undir rannsókn lögreglu, grunaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi. Málið var fellt niður.
„United er tilbúið að selja Greenwood ef rétta tilboðið kemur,“ segir Torres um stöðuna.
Greenwood er sterklega orðaður við Barcelona en Getafe lifir í voninni. „Hann gæti verið í ár hérna í viðbót en við sjáum hvað gerist.“
🚨🔴 Getafe president confirms: “Yes, Man United are prepared to sell Greenwood in case they receive a good proposal”.
“He could stay here for one more year, we will see”, Ángel Torres told Radio Marca. pic.twitter.com/85cZN4yHAW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 7, 2024