Erik ten Hag, stjóri Manchester United óttast líklega um starfið sitt eftir 4-0 tap liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
United var án margra lykilmanna en þeir sem mættu til leiks virtust hafa lítinn áhuga á því að standa sig.
Michael Olise sem Manchester United hefur áhuga á að kaupa í sumar var frábær og skoraði tvö góð mörk.
Tyrick Mitchell og Jean-Philippe Mateta skoruðu báðir eitt markið hvor.
Casemiro sem lék sem miðvörður í leiknum átti vægast sagt slakan dag og átti stóran þátt í hið minnsta tveimur mörkum sem Palace skoraði.
United situr í áttunda sæti deildarinnar en Crystal Palace í því fjórtánda