Gylfi Þór Sigurðsson æfði ekki alla vikuna fyrir leikinn gegn Breiðablik, það kom ekki að sök þar sem hann skoraði tvö og lagði upp eitt í 3-2 sigri á Blikum í kvöld.
„Við erum mjög ánægðir, þetta tók á síðustu 30 mínúturnar sem við vorum einum færri. Loksins komu mörkin, mjög sterkur útisigur,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í beinni á Stöð2 Sport.
Valur var með fimm stig eftir fjóra leiki og sigurinn nærir þá, liðið er nú fjórum stigum á eftir toppliði Víkings.
„Við höfum engu að tapa núna, við erum að elta þessi lið. Eina sem við getum gert er að halda okkar striki og trúa á það sem við séum að gera séu réttur hlutirnir. Með þremur stigum gegn góðu liða Blika kemur sjálfstraust.“
„Vonandi komust við á smá flug.“
Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals fékk rautt fyrir kjaftbrúk, Gylfi segir eðlilegt að dómarar spjaldi fyrir slíkt en vill leyfa aðeins meira á vellinum.
„Ég sá þetta ekki, dómarinn sagði mér að Adam hefði sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt. Mér finnst línan, það má brjóta af sér án þess að fá spjald. Mér finnst allt í lagi að spjalda bekkinn fyrir tuð og menn sem segja eitthvað, mér finnst í lagi að leyfa meiri hörku.“
„Ég náði ekkert að æfa í vikunni, náði upphitun í gær. Ég var tæpur fyrir leikinn, loksins komu mörkin,“ sagði Gylfi á Stöð2 Sport.