Samkvæmt fréttum frá Englandi er Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United ekki í leikmannahópi liðsins gegn Crystal Palace í kvöld
Bruno hefur glímt við meiðsli en hann virðist ekki hafa ferðast með liðinu til London í dag.
Bruno hefur aldrei misst af leik hjá United vegna meiðsla en nú virðist komið að því að kappinn sitji hjá.
Gríðarleg meiðsli herja á United þessa dagana en flest allir miðverðir liðsins eru meiddir.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld en hvorugt liðið hefur að miklu að keppa en United á þó von á Evrópudeildarsæti með sigri.